Nýr skóli og afmæli
Sigrún Erla byrjaði í Stangeland skóla í morgun. Hún var feimin og hlédræg og fannst óþægilegt að byrja svona ný og þekkja engan. En hún stóð sig með prýði og þegar hún kom heim beið hennar síðbúin sumargjöf og bréf frá Helgu vinkonu sem hún var búin að vera að bíða eftir.
Sveinn átti afmæli í dag og fékk margar gjafir; mokkakönnu, froðumjólkurþeyti, 2 pakka af góðu kaffi, ostaskera frá Íslandi og pening fyrir hjólahjálmi. Mamma og Ove komu og drukku afmæliskaffi með okkur.
Til hamingju með daginn Sveinn!