sunnudagur, apríl 20, 2008

Helgin

Föstudagur:
Sveinn tók hjálparadekkin af hjólinu hennar Írisar Öddu og eftir hálftíma var hún farin að hjóla fram og tilbaka í götunni, fara upp og niður brekkur, snúa við og bremsa eins og ekkert væri.

Laugardagur:
Hinn vikulegi taka til og þrífa dagur. Íris mátti ekki vera að því að koma með mér í matarbúðina. Hún vildi heldur bíða heima og hjóla. ,,Æ mamma, getur þú ekki bara valið eitthvað gott nammi handa mér?" Hún er farin að hjóla standandi á tvíhjólinu.
Sigrún Erla dró mig með sér að skokka í kringum vatnið (4 km). Ég var svo sveitt þegar við komum heim að ég þurfti að fara í sturtu, en Sigrún Erla hélt áfram að skokka fram og tilbaka í garðinum.

Sunnudagur:
Fórum í fjallgöngu upp á Dalsnuten í góða veðrinu. Myndir í albúminu.