laugardagur, júlí 31, 2004

Þúsundberjamó

Fórum í berjamó í Birkedal í dag í yndislegu veðri. Við lögðum bílnum í brekku og fórum eðlilega fyrst upp í brekkuna að týna ber. Þar var heilmikið af bláberjum og við vorum nokkuð sátt þar til Atli kallaði á okkur úr brekkunni neðan við veginn:"Hey komiði hingað í milljónberjamó!"
Og það voru sko að minnsta kosti milljón ber þar! Við týndum í munna og fötur og þegar við höfðum fengið okkur að borða á Birkedalstúninu og steypt okkar eigin kerti fórum við heim að þvo bláberjabletti úr fötum:)

sunnudagur, júlí 18, 2004

Kongeparken

Í dag fórum við loksins í Kongeparken. Atli var búinn að bíða lengi eftir því.  Atli og Sigrún fóru í súkkulaðiverksmiðjuna og bjuggu sjálf til súkkulaði.  Við fórum í sirkustjald og horfðum á galdramann og svo gengum við um garðinn og allir fóru í einhver tæki við sitt hæfi.
Ótrúlega heppin með veður.  Vorum með regnföt með okkur, en vorum svo á bolnum allan tímann. (myndavélin varð eftir heima)

föstudagur, júlí 16, 2004

Stjerneröjene

Við leigðum okkur bústað við sjóinn úti á eyju í 4 daga. Keyrðum 2 göng undir sjó og tókum 2 ferjur til að komast þangað.  Skemmtum okkur vel.  Sérstaklega Atli og Sigrún.  Þarna var stórt trambólín, leikvöllur og svo sjórinn.  Sigrún Erla fékk að sitja í gúmmíhring sem var dreginn á mótorbát og krakkarnir fóru með nágrönnunum að vitja í net.  Við fengum mótorbátinn lánaðann og fórum í báttúr sem endaði á því að við urðum bensínlaus og Sveinn þurfti að róa með okkur í land. Fórum í göngutúra og bíltúr og smökkuðum nýsoðna krabba.
Velheppnuð ferð.
Myndir í möppu merk sumarfrí júlí.