Fossinn
Við sóttum Svein í vinnuna í dag og fórum í göngutúr hjá "fossinum" sem er rétt hjá vinnunni hans. Okkur langaði að skoða okkur aðeins betur um þarna í kring því við sáum svo lítið síðast þegar við fórum! Það var nefnilega þannig að við fórum upp að fossi síðasta sumar í sundfötum og tilbúin í sólbað og busl. Við vorum rétt nýkomin og búin að breiða úr handklæðunum þegar Sveinn missteig sig á milli steina og fékk stóran skurð á stóru tána. Við þurftum að pakka öllu saman í flýti og fara á læknavaktina með karlinn. Nú fengum við betri tíma, en það er enn of kalt til að sóla sig og busla. Kannski við komum aftur seinna í sumar í góðum baðskóm?!
Myndir bls. 3 í maíalbúminu.