Góða veðrið er komið!
Loksins kom almennilegt sumarveður. Hitinn er búinn að vera um 15 -17 gráður undanfarið og allt í lagi veður, en í dag var sko 25 stiga hiti. Mamma og Bergþóra fóru með Sigrúnu, Söndru og Írisi á Sola-strönd í dag. Atli fór heim með vini sínum af leikskólanum og ég fór í sólbað í garðinum og naut þess að vera ein heima. Við grilluðum svo að sjálfsögðu þegar allir voru komnir heim. Kjúklingabringur og pulsur.