Íris Adda á afmæli!
Leikskólinn hennar Írisar Öddu mælir með að börn komi með eitthvað sykurminna en köku á afmælisdaginn. Íris tók því með sér bangsabollur, poppkorn og ostapinna í dag. Það sló í gegn!
Hún fékk kórónu í leikskólanum og þegar hún kom heim fékk hún Frílinn hans Bangsímons á DVD, nýtt barn sem ropar og hlær, Mjallhvítarbarbídúkku og...þar sem við fórum ekki í tívolí á afmælisdaginn þetta árið...fékk hún "Litle people" tívolí!
Atli tók þátt í teiknisamkeppni í bókabúðinni fyrir skemmstu og í dag var hringt... hann hafði unnið skrifpúlt! Borð og bekkur fast saman og hægt að lyfta lokinu á borðinu (eins og skólaborðin í gamla daga).
Til hamingju með daginn Íris! og Atli... haltu áfram að teikna!