Köben og tröppur
Strax eftir vinnu og skóla á morgun förum við Sigrún Erla út á flugvöll og tökum fjögur vélina til Köben, að heimsækja Kristján og Stellu. Við erum löngu búnar að pakka...reyndar ekki okkar fötum, heldur öðrum allt of litlum :)
Þegar við komum heim á sunnudagskvöldið komumst við að öllum líkindum ekki upp í herbergin okkar því Sveinn verður búinn að rífa tröppurnar niður! Af hverju?... Af því að á mánudagsmorgun kl. 7:30 koma tröppukarlarnir með nýjar tröppur! Við verðum því að sofa í stofunni ásamt hinum í fjölskyldunni aðfaranótt mánudags. Spennandi!