Sigrún Erla spilaði á tónleikum í píanóskólanum í dag. Þrjú lög og söng með tveimur þeirra! Hún stóð sig mjög vel!
Það er líka skólaslitshátíð í Sørbø-skóla í dag. Skemmtiatriði fyrir foreldra þar sem börnin koma fram. Það er samt skóli út vikuna.
Dagbók Bellu og Svenna
Dagbók og myndir frá Sandnes í Noregi
þriðjudagur, júní 20, 2006
laugardagur, júní 17, 2006
Til baka frá Mallorca
Við erum nýkomin heim úr vikuferð til Mallorca (myndir í albúminu). Þetta var ljómandi ferð og skemmtilegt að hitta Írisi og Gumma með krakkana þar.
Sigrúnu Erlu fannst skemmtilegast með Kamillu í lauginni og að borða á veitingastöðum. Atla fannst skemmtilegast að skoða allt dótið sem var til sölu og Írisi Öddu fannst mest spennandi að setja evru í öll þessi farartæki sem hreyfast ekki úr stað en dillast fram og til baka og spila lag (æ, þið vitið, sem eru fyrir framan allar stórverslanir). Þegar við vorum farin að segja "NEI" um leið og við sáum nýtt svona tæki (sem var á fimm skrefa fresti) laumaði Íris sér bara samt upp í og "lék bara að það væri peningur í!"