mánudagur, febrúar 27, 2006

Allt í einu aftur snjór!

Í gær var vorveður og við fórum í göngutúr með mömmu og Bergþóru áður en við komum hingað heim og bökuðum vatnsdeigsbollur. Í hádeginu í dag byrjaði aftur á móti að snjóa og nú er allt á kafi. Krakkarnir eru úti í garði að búa til snjóhús og renna sér á þotu!
Ég er búin að taka fram saumavélina og komin langt með bútateppi og búin að gera við fatastaflann sem beið eftir þessu;)

P.S. Ég er nú vön að vera stollt af því að vera íslendingur, en ég held ég sé ekkert að auglýsa það of mikið í kringum júróvisjón.

föstudagur, febrúar 17, 2006

Gyða veik :( og Pocahontas í pulsupartý

Sigrún Erla er lasin, með hita og hausverk. Hún missti af muffinsbakstri í skólanum í gær og af leikritinu í dag. Sigrún átti að leika Gyðu í leikriti um Harald hárfagra. Harald var mjög hrifinn af Gyðu en hún vildi ekki giftast honum því hann var bara kóngur yfir lítilli jörð. Harald ákvað því að safna öllum Noregi í eitt ríki...þið vitið hvernig það fór...allir innflytjendurnir (afsakið, nýbúarnir) sem streymdu til Íslands... og þá loksins vildi Gyða Harald!

Annars var indíánahátíð í leikskólanum hjá Írisi Öddu. Hún mætti í Pocahontas-kjólnum sem Bellamma saumaði á Sigrúnu Erlu fyrir nokkrum árum og át pulsur, bjó til fjaðrakórónu og kom stríðsmáluð heim.

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Æ, hvað ég hef það gott!
Ég er að steypa kerti inni í hlýju húsi með nýbakað rúgbrauð og te! Úti er hífandi rok og rigningin lemur á rúðurnar...Sveinn kallar það kveðju frá Íslandi.
Það var engin hola hjá Írisi! og nú situr hún og horfir á Karíus og Baktus milli þess sem hún skoppar inn í eldhús að fá sér rúgbrauðsbita!

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Síðan síðast...

Heyrðu!...Jólin eru löngu búin og tréð fýkur um úti í garði.
Héðan er allt ágætt að frétta. Við förum til Íslands um páskana og til Mallorca í júní að hitta Írisi og Gumma og krakkana. Það verður ekkert smá gaman!
Atli er búinn að missa tönn og kann að lesa og Sigrún Erla er farin að læra á píanó. Hún fór í annan tímann sinn í dag og á að æfa Gamla Nóa með báðum höndum og syngja með fullum hálsi fyrir næsta tíma. Þá þarf heilinn að einbeita sér að þremur hlutum í einu! ,,Við byrjum á öllu þessu erfiða strax" sagði kennarinn, ,,þá verður framhaldið leikur einn".

Stella klukkaði mig, svo hér koma fjögur atriði um mig:
Fjórar vinnur gegnum tíðina:
Kjarnasteypari í málmsmiðju
Verslunarstjóri í Þingholtum
Sjoppukona í Regnboganum
Verkefnisstjóri Hagmála hjá OR

Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
Emil í Kattholti
Elling
Stella í orlofi
Grease

Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Breiðholt
Kópavogur
108 Reykjavík
Sandnes- Noregi

Fjórir sjónvarpsþættir sem ég fíla:
Frustrerte fruer
Kongen av Queens
Beðmál í borginni
en..to..oppussing

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
California
Feneyjar
Peking
Júgóslavia

Fernt matarkyns í uppáhaldi:
Chilli con carne
Lasagne
Grænmetissúpa
Súkkulaði

Fjögur klukk:
Anna Guðrún
Ingunn
IngaMaja
Guðmann Bragi

Íris Adda er að fara í fyrsta sinn í heimsókn til tannlæknisins á morgun. Ég pantaði sko ekki tíma, heldur fékk hún bara boðsbréf í pósti með broskalli! Við erum báðar voða spenntar.
Þar sem ég vinn bara hálfan daginn, finnst mér ekki taka því að mæta í vinnu eftir tannlæknatímann. Við Íris ætlum frekar að vera heima og baka rúgbrauð og elda svo plokkfisk í kvöldmatinn! Hljómar það ekki vel?