Forskot á Halloween
Við tókum smá forskot á Halloween í gær og buðum 3 krökkum að borða með okkur fjölskyldunni. Á matseðlinum var myglað spaghetti, blóðsósa með bitum af dauðum grís og flösuflögur (spínatpasta, pastasósa, skinkubitar og rifinn ostur). Í eftirrétt var heilastappa (grænt og rautt hlaup með vanillusósu) og drukkið piss (fanta) með.
Krakkarnir fóru svo í leiki á eftir og graskerið var skorið út.
Á miðvikudaginn er Halloween og þá fara krakkarnir í búningum í hús að sníkja nammi.
Í dag voru bakaðar graskersbollur og graskersmuffins og afgangurinn af innvolsinu úr graskerinu settur í frysti þar til við ákveðum að hafa graskersböku í matinn.