föstudagur, nóvember 02, 2007

Við erum að ná þeim!

Yes! Munurinn er að minnka. Í gær var Sørbøskóli með 24% atkvæða og keppinauturinn 30% en núna er staðan 26% fyrir Sørbø og 28% fyrir hinum.
Takk þið öll sem hafið verið með að kjósa. Þetta er greinilega að virka. En keppninni er ekki lokið. Þið getið kosið á morgun líka og á hverjum degi fram á þriðjudag. (Einu sinni á dag úr hverri tölvu) Nú megum við ekki slaka á heldur taka fram úr hinum. Endilega fáið sem flesta til að kjósa Sørbøskóla.
Þess má geta að keppinauturinn tók þekkt lag og bara breytti textanum á meðan tónlistarkennarinn við Sørbøskóla samdi okkar skólalag sjálfur.

fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Hjálpið Sørbøskóla að vinna!

Í norska ríkissjónvarpinu er verið að velja flottasta skólalagið í Noregi.
Barnaskólinn okkar er með í keppninni með besta lagið að sjálfsögðu. Það er bara verst að annar mun fjölmennari skóli er að vinna okkur. Við þurfum því alla hjálp sem við getum fengið.
Getið þið verið svo væn að hjálpa okkur að vinna þessa keppni?!

Hér er slóðin til að kjósa sørbøskóla lagið

http://nrksuper.no/superstore/favlist/

og ýta á “supreste skolesang” og haka við S
ørbø og ýta á “stem” neðst.
Það er hægt að kjósa einu sinni á dag úr hverri tölvu fram á þriðjudag.
Heia
Sørbø!

Takk fyrir hjálpina :)