miðvikudagur, maí 14, 2008

Ólafur Ragnar hvað...?!

Sigrún Erla á afmæli í dag!
Hún fékk fullt af gjöfum og hamingjuóskum, en annars hefur dagurinn verið nokkuð hversdagslegur. Hún fær vinkonur í heimsókn á föstudaginn og þá á að laga pizzuandlit og fara í fjársjóðsleit sem undirritaðri hefur verið falið að annast.
Ættingjarnir í Noregi koma svo í afmælis/17. maíveislu á laugardaginn.

laugardagur, maí 10, 2008

Það er komið sumar

Svei mér þá ef sumarið er ekki komið!
Undanfarna daga höfum við bara verið á stuttbuxum og hlírabol. Útihúsgögnin eru komin á sinn stað. Pullur og púðar voru tekin af háloftinu eftir veturinn og eru flutt út í garð. Við erum byrjuð að mála nýja handriðið okkar og skjólvegginn í garðinum og höfum borðað grillaðan kvöldmat úti í garði nokkrum sinnum. Í dag var uppblásna sundlaugin þrifin og fyllt af vatni og krakkarnir hoppuðu á trampólíninu í sundfötum með garðúðarann undir.