þriðjudagur, september 30, 2008

Snemma í vor keypti ég Barbie-blað fyrir Írisi. Í því var getraun; ,,Hvað eru dvergarnir vinir hennar Mjallhvítar margir?" Íris tók þátt, sendi póstkort með svari.
Í sumar keypti ég svo prinsessublað og í því var teiknisamkeppni. Íris teiknaði mynd af prinsessu og sendi inn. Ekki svo löngu seinna kom tilkynning um að hún ætti pakka á pósthúsinu. Jibbí sögðum við...kannski hefur þú unnið prinsessuplastkassann til að rúlla undir rúmið úr teiknisamkeppninni. En pakkinn var frá Barbie. Barbieprinsessa sem spilaði lag.
Í dag kom svo ný tilkynning um pakka á pósthúsinu og í þetta sinn var það plastkassinn frá prinsessunum til að rúlla undir rúm. Er þetta heppni eða?...

Gaman að geta þess að Atli vann skrifpúlt í teiknisamkeppni fyrir 3 árum og Sigrún Erla vann bakpoka með ýmsu dóti í í teiknisamkeppni þegar hún var 3-4 ára.