Sumar og sól
Sumarið er komið með góða veðrið.
Í gær vorum við úti allan daginn. Krakkarnir fóru í heimsókn á bóndabæ með íslenskukennaranum og það sem eftir var dags lékum við okkur í garðinum. Sulluðum með vatn, stóðum á höndum og grilluðum kvöldmat úti.
Í dag fór ég berfætt út með morgunkaffið og eftir hádegi var vöffluboð hjá Sigrúnu ömmu.
Myndir í albúminu.