Góður dagur
Atli var harðákveðinn í því í gær að kaupa sér Spidermanbyssu fyrir afmælispeningana sína. Hann mætti út í Kringlu um leið og hún opnaði í dag og keypti byssuna og er búinn að leika sér með hana í allan dag. Skaut pílum inni, fór út og skaut froðu og fór svo í bað í kvöld og skaut úr vatnsbyssunni. Í baðinu sagði hann að þetta væri sko flott dót, "maður getur leikið sér með það allan daginn" og að þetta væri búinn að vera góður dagur!
Sigrún Erla sá "Björn bróðir" í bíó með Helgu vinkonu sinni en grey Íris fór ekkert út.
Ég er ekki enn byrjuð á skattframtalinu.