Þá er ég búinn að sækja bílinn. Ferðin byrjaði í Sandnes og átti lestin að fara kl 22:59 svo kom lestin kl 23:20 og var lagt af stað og komumst við framhjá tveimur lestarstöðvum á þeirri þriðju bilaði lestin. Eftir hálftíma fengum við tilkynningu um að ekki yrði haldið áfram og að búið væri að panta rútur sem færu til Oslo og var verið að tala um 8 til 9 tíma ferð! Það voru margir fúlir farþegar sem fóru með rútu, ferðin var ekki þægileg og ekki mikið sofið. Eftir teggja tíma akstur var rútan stoppuð af lögreglu og um borð stigu tvær löggur gráar fyrir járnum, var verið að leita að ráns mönnum sem höfðu rænt banka fyrr um daginn, svo var haldið áfram í þrjá tíma þá var stoppað og skipt um bílstjóra og ekið án frekari tafa til Oslo, þar rétt náði ég lest sem fór kl 08:49 til Moss, gekk sú ferð vel. Ég fékk bílinn strax og tók ferjuna yfir Oslofjörð tók það 30 min. Það var mjög svo þreyttur maður sem lagði af stað til Stavanger. Ég þurfti að stoppa og leggja mig einu sinni svaf í 30 min að ég held, ók ég svo í einum rikk til Sandnes og var kominn heim kl 19:20. Ég mæli ekki með þessari ferð..........