mánudagur, apríl 26, 2004

Nýr skóli og afmæli

Sigrún Erla byrjaði í Stangeland skóla í morgun. Hún var feimin og hlédræg og fannst óþægilegt að byrja svona ný og þekkja engan. En hún stóð sig með prýði og þegar hún kom heim beið hennar síðbúin sumargjöf og bréf frá Helgu vinkonu sem hún var búin að vera að bíða eftir.
Sveinn átti afmæli í dag og fékk margar gjafir; mokkakönnu, froðumjólkurþeyti, 2 pakka af góðu kaffi, ostaskera frá Íslandi og pening fyrir hjólahjálmi. Mamma og Ove komu og drukku afmæliskaffi með okkur.
Til hamingju með daginn Sveinn!

föstudagur, apríl 23, 2004

Gámurinn kominn

Jæja gámurinn kom í gær og við erum búin að fylla bílskúrinn, geymsluna, og íbúðina hennar mömmu af dótinu okkar. Myndavélasnúran er ekki enn fundin svo það verður smá bið á myndum.
Sigrún Erla byrjar í Stangeland skole á mánudaginn!

laugardagur, apríl 17, 2004

Turen går til...

Í dag fórum við í göngutúr í Vagleskogen. Okkur fannst auðvitað öllum mjög gaman, en þetta var sérstaklega ævintýri fyrir Atla sem hafði þráð að fá að fara inn í dimman skóg. Eftir að hafa spurt okkur nokkrum sinnum hvort það væru nokkuð úlfar í skóginum hljóp hann af stað á milli trjánna, en passaði sig þó alltaf á að fara ekki langt frá göngustígnum.
Gámurinn er ekki enn kominn og við getum því ekki sýnt myndir frá skógarferðinni ennþá. Snúran til að hlaða myndir frá myndavélinni og inn á tölvuna er nefnilega í gámnum! Kemur bara seinna!
Af húsamálum er það helst að frétta að við erum heitust fyrir því í augnablikinu að láta byggja fyrir okkur nýtt hús!
H.K.H Prinsesse Ingrid Alexandra var skírð í dag og í tilefni dagsins bar móðir hennar flottustu pakkaslaufuna sem hún fann, á höfðinu, samkvæmt nýjustu Bellutísku!

sunnudagur, apríl 11, 2004

Páskar

Við erum búin að vera dugleg að fara í bíltúra undanfarna daga. Aðallega til að skoða hús sem eru til sölu. Við erum ekki búin að finna neitt ennþá sem uppfyllir allar okkar væntingar, en við vonumst til að mörg ný hús verði auglýst til sölu eftir páska.
Krakkarnir fengu íslensku súkkulaðipáskaeggin sín í morgun. Þau komu með bílnum sem Sveinn hafði svo mikið fyrir að sækja. Hér í Noregi fá flest börn skrautlega máluð pappapáskaegg sem eru fyllt af foreldrunum með allskonar sælgæti en þau fá engan málshátt.
Sigrún Erla fékk: "Gott er góðu að hrósa"
Atli fékk: "Hæg eru heimatökin"
Íris Adda fékk: "Bregður barni til ættar"
Við erum búin að setja nýjar myndir inn í albúmið!

miðvikudagur, apríl 07, 2004

Bíllinn er kominn

Þá er ég búinn að sækja bílinn. Ferðin byrjaði í Sandnes og átti lestin að fara kl 22:59 svo kom lestin kl 23:20 og var lagt af stað og komumst við framhjá tveimur lestarstöðvum á þeirri þriðju bilaði lestin. Eftir hálftíma fengum við tilkynningu um að ekki yrði haldið áfram og að búið væri að panta rútur sem færu til Oslo og var verið að tala um 8 til 9 tíma ferð! Það voru margir fúlir farþegar sem fóru með rútu, ferðin var ekki þægileg og ekki mikið sofið. Eftir teggja tíma akstur var rútan stoppuð af lögreglu og um borð stigu tvær löggur gráar fyrir járnum, var verið að leita að ráns mönnum sem höfðu rænt banka fyrr um daginn, svo var haldið áfram í þrjá tíma þá var stoppað og skipt um bílstjóra og ekið án frekari tafa til Oslo, þar rétt náði ég lest sem fór kl 08:49 til Moss, gekk sú ferð vel. Ég fékk bílinn strax og tók ferjuna yfir Oslofjörð tók það 30 min. Það var mjög svo þreyttur maður sem lagði af stað til Stavanger. Ég þurfti að stoppa og leggja mig einu sinni svaf í 30 min að ég held, ók ég svo í einum rikk til Sandnes og var kominn heim kl 19:20. Ég mæli ekki með þessari ferð..........

mánudagur, apríl 05, 2004

Kurteisir Norðmenn

Í dag fórum við á skráningarskrifstofuna og skráðum okkur inn í landið og ég stofnaði reikning í bankanum! Við erum smátt og smátt að koma okkur fyrir í nýja landinu. Ég var búin að gleyma hvað Norðmenn eru kurteisir í umferðinni. Ég fór í göngutúr niður í bæ áðan og við hverja einustu gangbraut voru bílarnir búnir að stoppa fyrir mér áður en ég var búin að líta til beggja hliða.
Sigrún Erla er hjá Maríu vinkonu sinni og ætlar að gista hjá henni í nótt og Sveinn fer með næturlestinni til Moss að sækja bílinn okkar!
Við erum öll frísk og að sjálfsögðu er ég löngu búin að skila skattframtalinu!

föstudagur, apríl 02, 2004

Komin a leidarenda

Ta erum vid loksins komin a leidarenda! Buin ad fara upp fyrir sky og undir haf, tvær flugvelar, rutu, leigubila, og ferju! Allt gekk vel, to Sveinn se veikur og Bella rett ad jafna sig af hellunni. Heia Norge!