Þúsundberjamó
Fórum í berjamó í Birkedal í dag í yndislegu veðri. Við lögðum bílnum í brekku og fórum eðlilega fyrst upp í brekkuna að týna ber. Þar var heilmikið af bláberjum og við vorum nokkuð sátt þar til Atli kallaði á okkur úr brekkunni neðan við veginn:"Hey komiði hingað í milljónberjamó!"
Og það voru sko að minnsta kosti milljón ber þar! Við týndum í munna og fötur og þegar við höfðum fengið okkur að borða á Birkedalstúninu og steypt okkar eigin kerti fórum við heim að þvo bláberjabletti úr fötum:)