Ég er búin að vera á þönum í allan dag;
Vakna kl. 7, vekja krakkana, klæða, gefa morgunmat, smyrja nesti, koma Sigrúnu Erlu í skólann, keyra Atla í leikskólann. Aftur heim, fara í sturtu með Írisi, klæða okkur báðar, borða sjálf morgunmat, setjast niður smá stund. Skrifa innkaupalista fyrir vikuna, fara í stórmarkað að versla, sækja Atla í leikskólann. Fékk aukastrák með heim. Íslenskur vinur Atla á leikskólanum kom með heim að leika. Keyra Sigrúnu Erlu í íslenskukennslu og pikka tvær stelpur upp á leiðinni. Koma heim, hengja upp nokkrar myndir. Keyra vin Atla heim og fara með Atla í fimleika. Skutla Atla heim og rjúka á foreldrafund í Sigrúnar skóla. Koma heim, borða kaldan kvöldmat. Koma krökkunum í rúmið. Ahhh... skrifa romsuna í dagbókina til að ná mér niður. Nú ætla ég að fá mér te og horfa smá stund á sjónvarp áður en ég fer að sofa.