miðvikudagur, september 22, 2004

Ekki treysta á að fá sængurhorn hjá öðrum:)

Íris Adda var svo krúttleg í morgun þegar hún var að skríða upp í til okkar; hún fór nefnilega 3 ferðir. Fyrst kom hún og henti böngsunum sínum upp í, svo fór hún og náði í sængina sína og svo fór hún þriðju ferðina og náði í koddana. Þá loksins skreið hún upp í og kom sér vel fyrir með viðeigandi stunum.

mánudagur, september 20, 2004

Annasamur dagur

Ég er búin að vera á þönum í allan dag;
Vakna kl. 7, vekja krakkana, klæða, gefa morgunmat, smyrja nesti, koma Sigrúnu Erlu í skólann, keyra Atla í leikskólann. Aftur heim, fara í sturtu með Írisi, klæða okkur báðar, borða sjálf morgunmat, setjast niður smá stund. Skrifa innkaupalista fyrir vikuna, fara í stórmarkað að versla, sækja Atla í leikskólann. Fékk aukastrák með heim. Íslenskur vinur Atla á leikskólanum kom með heim að leika. Keyra Sigrúnu Erlu í íslenskukennslu og pikka tvær stelpur upp á leiðinni. Koma heim, hengja upp nokkrar myndir. Keyra vin Atla heim og fara með Atla í fimleika. Skutla Atla heim og rjúka á foreldrafund í Sigrúnar skóla. Koma heim, borða kaldan kvöldmat. Koma krökkunum í rúmið. Ahhh... skrifa romsuna í dagbókina til að ná mér niður. Nú ætla ég að fá mér te og horfa smá stund á sjónvarp áður en ég fer að sofa.

sunnudagur, september 19, 2004

Erum að koma okkur fyrir

Nú erum við bara á fullu að koma okkur fyrir í húsinu. Sveinn er búinn að vera duglegur að mála og flikka upp á herbergi. Hengja upp ljós og svona á meðan ég er meira í því að taka upp úr kössum og raða inn í skápa. Það er að verða þokkalega heimilislegt hjá okkur.

þriðjudagur, september 07, 2004

Ágúst

jæja, nú er lengi síðan... ágústmánuður var heitur og góður. Við vorum mikið í sólbaði og á baðströndum. Í lok ágúst fórum við í heimsókn til Kristjáns og Stellu í Kaupmannahöfn. Við tókum bát og bíl og þetta var mjög skemmtilegt en erfitt ferðalag. Við vorum heilan dag í Tivoli, gengum Strikið, Kristjaníu og upp í tvo turna og sáum vaktaskiptin við Amalíuborg. Við skoðuðum líka Silkiborg og Trollmanninn á heimleiðinni og vitum nú að þjófavörnin á safninu virkar! (Íris Adda sló í öryggisglerið) Það er langbest að lesa nánar um ferðalagið í dagbók Kristjáns og Stellu. Þar eru líka myndir:)
Örfáum dögum eftir að við komum heim frá Danmörku fengum við húsið afhent og erum nú flutt inn og byrjuð að rífa, byggja og mála.