Atli er á hlutverkaleikjaaldrinum. Hann sefur í Spiderman náttfötum í Turtles rúmfötum og á afmælisdaginn ætlar hann að mæta í Batman-búningnum í leikskólann.
Íris Adda vill gera allt sjálf! Þið sem hafið átt 2 ára barn vitið hvað ég meina!
Annars er Emil ennþá uppáhaldið og spilast minnst einu sinni á dag í videóinu.
Sigrúnu Erlu er ekki sama í hvaða fötum hún er. Hún æfir dans, syngur á geisladisk og tsjattar við vinkonur á msn. Svo finnst henni voða gott að leika ein og í friði með Bratz uppi í herbergi.
Dagbók Bellu og Svenna
Dagbók og myndir frá Sandnes í Noregi
mánudagur, febrúar 28, 2005
sunnudagur, febrúar 20, 2005
þriðjudagur, febrúar 15, 2005
Fámennt Þorrablót
Við Sveinn fórum á fámennasta Þorrablót sögunnar á laugardaginn var. Þar voru í mesta lagi 60 manns, en hljómsveitin var íslensk og spilaði fína músik fyrir þá 2-6 sem voru að dansa.
Við borðuðum ljómandi góðan þorramat, sem var að miklu leiti heimatilbúinn af stjórn félagsins, vegna erfiðleika við innflutning á matvælum frá Íslandi til Noregs. Við spjölluðum líka við fólk sem við könnuðumst við, tókum þátt í fjöldasöng og happdrætti og fylgdumst með norska, fulla parinu sem dansaði, talaði hátt og endaði vælandi og veltandi um gólf, eins og sæmir í íslenskum fyllerísveislum.
Um miðnætti var okkur farið að leiðast. Fengum okkur kvöldgöngutúr og tókum lestina heim.
föstudagur, febrúar 04, 2005
Góður gestur
Ingunn kom í gær og stoppar hjá okkur yfir helgina á leið sinni aftur til Taiwan með viku stoppi hjá Einsa sínum í Kína.
Gaman það:)