Sveinn á afmæli!
Nú eru rússar úti um allt! Rússar eru menntaskólakrakkar sem eru að "dimmitera" . Þeir þekkjast á rauðu smekkbuxunum og eru öll með nafnspjöld í bunkum. Það er aðalsportið hjá börnunum mínum þessa dagana að safna nafnspjöldum frá þessum rússum.
Sigrún Erla, Atli og Róbert vinur Atla, hjóluðu öll upp í menntaskóla í dag til að sitja fyrir rússunum. Þau voru öll komin langt áleiðis þegar ég fer að skygnast um eftir Írisi Öddu. Þá heyri ég kallað úti á götu: "Aggi!, Aggi!" (þýð. Atli) Þar var Íris á sokkunum lögð af stað út götuna á þríhjólinu. Æ, það var svo krúttlegt. Hún minnti mig á Lottu litlu systur Míu Maju og Jónasar (Astrid Lindgren). Allt of lítil, en vill gera eins og hinir.
Sveinn á afmæli í dag og fékk rifsberjarunna og ávísun á helgarpössun frá tengdó og Bergþóru og hengirúm frá okkur hinum. Það var prufukeyrt í dag og myndirnar eru í albúminu :)
Til hamingju með daginn, Sveinn!