þriðjudagur, maí 24, 2005

Fossinn

Við sóttum Svein í vinnuna í dag og fórum í göngutúr hjá "fossinum" sem er rétt hjá vinnunni hans. Okkur langaði að skoða okkur aðeins betur um þarna í kring því við sáum svo lítið síðast þegar við fórum! Það var nefnilega þannig að við fórum upp að fossi síðasta sumar í sundfötum og tilbúin í sólbað og busl. Við vorum rétt nýkomin og búin að breiða úr handklæðunum þegar Sveinn missteig sig á milli steina og fékk stóran skurð á stóru tána. Við þurftum að pakka öllu saman í flýti og fara á læknavaktina með karlinn. Nú fengum við betri tíma, en það er enn of kalt til að sóla sig og busla. Kannski við komum aftur seinna í sumar í góðum baðskóm?!
Myndir bls. 3 í maíalbúminu.

sunnudagur, maí 22, 2005

Við kíktum út á Ølberg í dag í bústaðinn hjá Tone og Bjørn. Það var voða huggulegt. Fengum fersk ný norsk jarðarber:) Það er fullmikill vindur hér núna og nokkrir regndropar, en Sveinn er samt úti að þrjóskast við að grilla á nýja grillinu sem hann keypti í gær. hann var búinn að ákveða að grilla í dag og þá er ekki bakkað með það, þó við verðum að borða inni.

laugardagur, maí 21, 2005

Bekkjarpartý

Jæja, þá er það búið, og heppnaðist bara vel.
Sigrún Erla bauð öllum bekknum í afmælisveislu í dag. Hún þorði ekki að halda veislu síðustu helgi af ótta við að fáir kæmust. Það var nefnilega mjög löng helgi (4 dagar) og kannski margir í sumarbústöðum. Svo var hún mjög óákveðin hvort hún ætti að bjóða öllum eða bara stelpunum. Það varð úr að öllum var boðið og þrátt fyrir að það væri spáð rigningu í dag stytti upp á hádegi og allt var þurrt og sólskin þegar gestirnir komu kl. 13.
Við fórum í þrautakeppni og píluleikinn (pílur á götuna og fela sig...þið vitið). Sveinn náði í pizzur á Dolly og svo voru kökur og frjálsir leikir úti í garði eftir matinn.
Það var bara voða gaman og einn gesturinn hafði meira að segja sérstaklega orð á því þegar hann fór hvað það hefði verið gaman í dag. Það var fallega sagt og ánægjulegt fyrir Sigrúnu Erlu sem hafði svo miklar áhyggjur. (Leiðinlegt afmæli = Sigrún Erla leiðinleg, Skemmtilegt afmæli = Sigrún Erla skemmtileg.)
En mikið var ég samt fegin þegar kl varð 16 og ég gat sent strákana heim.

föstudagur, maí 20, 2005

Hvad gerdist eiginlega?

Eg helt ad tad væri øruggt ad Island kæmist afram i Euro. Selma fekk svo goda doma...eda var tad ekki?
Hvad gerdist eiginlega?

fimmtudagur, maí 19, 2005

Íris Adda í klippingu

Íris Adda fór í klippingu á hárgreiðslustofu í dag í fyrsta skipti á ævinni.
Hún stóð sig vel og sat næstum alveg kyrr, en þorði ekki að sitja ein í stólnum. Það gerði ekkert til...ég sat bara undir henni.
Myndir í albúminu.
Spennandi að sjá hvort Ísland og Noregur komast áfram í Eurovision í kvöld!!!

þriðjudagur, maí 17, 2005

17. maí

Hér eru allir prúðbúnir og fánar við hún í hverjum garði.
Sigrún Erla gekk í skrúðgöngu og við Atli og Íris stóðum og horfðum á hana marsera hjá.
Annars ætlum við bara að vera heima í dag. Borða fajitas og almondi-köku og spila og spjalla við ömmu og Bergþóru. Hipp-hipp-húrra!

mánudagur, maí 02, 2005

Sveinn og Atli eru á góðri leið með að rífa niður græna skúrinn. Við þurfum hann ekki og viljum heldur hafa berjarunnarjóður og kósíkrók í garðinum. Það má sjá myndir af rifrildinu í maí-albúminu.
Sino, sem seldi okkur húsið, er kominn með bakþanka. Hann er óánægður með húsið sem hann keypti og langar aftur í Ganddalinn. Hann gaf okkur munnlegt tilboð í húsið. Vill kaupa það aftur á 25% meira en hann seldi það á. En húsið er ekki til sölu.

Hvenær er aftur júróvisjón?
Við þurfum að fylgjast með þegar Selma vinnu og norsku rokkararnir verða í öðru sæti!

Skrifið þið nú komment, það er svo gaman fyrir mig!