föstudagur, september 30, 2005

Eintómt partýstand...

Miðvikudagskvöldið fór ég í ,,saumaklúbb" með íslenskumælandi stelpukonum. Allar eru íslenskar, nema Wenke sem hefur búið á Íslandi í 2 ár og á íslenskan mann. Það var mjög gaman og ég hlakka til að mæta á næsta fund :)
Fimmtudagskvöldið fórum við Sigrún Erla á föndurkvöld til ömmu. Þar gerðum við handavinnu!, bökuðum pizzur og drukkum nýtínt te frá Azoreyjum. Voða kósí og gaman. Næsti fundur þar er eftir 3 vikur.
Í kvöld höldum við upp á að Sveinn kom heim kl. 15:30 (búinn að vinna soldið mikið undanfarið) og að ég er ekki að fara neitt. Sveinn eldaði jólamat, hamborgarhrygg með sykruðum kartöflum og rósavíni og Sigrún Erla bauð Vibekke vinkonu sinni að horfa á DVD-mynd sem þær leigðu. Nú ætla ég að horfa á myndina með þeim!
Ha det!

sunnudagur, september 25, 2005

Klukk

Ingunn klukkaði mig!
1. Ég fíla kertaljós á haustkvöldum.
2. Ég hlusta á huggulega tónlist eins og Noru Jones, Bing Crosby og Secret Garden og svo líka á fyndna danstónlist.
3. Ég legg mig helst ekki á daginn.
4. Ég tala norsku
5. Ég er með fjóra endajaxla!...en enga hálskirtla.

Ég skora á Önnu Guðrúnu og Stellu KLUKK!

Árumynd og súkkulaðiverksmiðja

Ég fór á Alternativmessu á föstudaginn. Þetta er sýning/fyrirlestrar um hin ýmsu "öðruvísi" málefni. Ég fór á pallborðsumræður um skigni, er það blessun, bölvun eða geðveiki?, skignilýsingarfund, lét taka árumynd og fór í lithimnugreiningu. Svo keypti ég heimagerðar norskar sápur svo eitthvað sé nefnt. Mér fannst merkilegt hvað konan sem las úr árumyndinni las úr mínu sálarástandi og í lithimnugreiningunni kom í ljós að líkaminn minn er í ágætis jafnvægi en þó eru nýrun eitthvað smá að strita. Hann ráðlagði mér að hætta að drekka kaffi, kók og appelsínudjús (halda mér frá súrum drykkjum) og taka magnesíum og urilan (eitthvað sem á að hreinsa nýrun). Ég hef bara drukkið vatn (ekki kaffi, kók og djús) síðan á föstudag, en svo sé ég til með magnesíum og urilan. Kannski ég reyni að muna að taka lýsi og fjölvítamíntöflur í vetur.

Í gær fór ég með Atla og Sigrúnu Erlu að sjá Charlie og sjokoladefabrikken. Það var þrælgaman. Munnsvipurinn á Johnny Depp (með þessar fallegu hvítu beinu gervitennur) minnti mig á Siggu Beinteins.
Svo keypti ég mér líka kápu og skó í gær. Svarta hálfsíða ullarkápu og svarta háhælaða lokaða upp fyrir ökla leðurskó með dempara í hælnum. Nú verð ég voða lekker í haust og vetur :)

Já, svo gerði ég voða góð kaup á föstudaginn. Ég keypti fimmarma messing kertastjaka hjá Hjálpræðishernum á 25 krónur. Keypti svo plast/kristals punt í IKEA og skreytti hann með og nú er hann voða fínn. Nauðsynlegt að eiga nóg af kertum og stjökum þegar fer að hausta!

sunnudagur, september 18, 2005

Leigjandi í kjallaranum

Það flutti maður í kjallarann til okkar í gær. Hann verður trúlega fram að jólum. íslenskur, býr í Danmörku, vinnur með Sveini. Nú erum við í því að minna börnin á að ganga, ekki hoppa, niður stigann og boltaleikir eru bara leifðir úti.

þriðjudagur, september 13, 2005

helgin

Á laugardaginn var virkilega gott veður, sól og hlítt. Sveinn kláraði að setja steinflísar undir tunnurnar úti og svo fór fjölskyldan í IKEA! Atli og Íris biðu í boltunum á meðan hinir keyptu fataskápa í svefnherbergið. Fjölskyldan borðaði að sjálfsögðu sænskar kjötbollur í "middag" og svo var farið heim að púsla saman skáp!
Á sunnudaginn skellti fjölskyldan sér í Soma Gård. Það er bóndabær sem sérhæfir sig í að taka á móti fólki. Nokkurs konar fjölskyldu- og húsdýragarður. Það var vinsælast hjá krökkunum að hoppa í heyinu. Hlöðuloftið er stórt og kaðlar í loftinu til að sveifla sér ofan í síló.

fimmtudagur, september 08, 2005

Framfarir

Börnin þroskast og læra nýja hluti; Atli kemur heim úr skólanum, gerir heimaverkefnin ef einhver eru og fer svo út að hjóla eða á hlaupahjólinu og leikur við hina ýmsu úr bekknum. Framfarir frá því að hanga heima og pota í aðra.
Sigrún Erla kann að steikja vöfflur, setja í þvottavél og hengja upp. Hún er byrjuð í heimilisfræði í skólanum.
Íris Adda kann fjóra liti; lilla, rosa, gulan og bláan. Og svo hjálpar hún til með allt sem aðrir gera!

sunnudagur, september 04, 2005

Ganddaldagur og bíó

Í gær var Ganddaldagurinn! Hann er haldinn hátíðlegur einu sinni ári. Á túninu niðri við Stokkalandsvatn var komið upp allskyns kynningar- og sölubásum og ýmislegt var um að vera, t.d. hjólakeppni á plönkum úti á vatni og kassabílarall. Sveinn labbaði með krökkunum niður eftir en ég naut einverunnar heima og tók til og þvoði útidyrahurðina með Jifi. Veðrið hefði ekki getað verið betra. Allavega 20°c, sól og logn.
Kl. 18 kom mamma til að passa og við Sveinn fórum til Tone og Björns, þar sem fleira fólk var samankomið til að hita upp fyrir ballið í tjaldinu niðri á túni. Ballið stóð til 12:30 og var svaka stuð. Þessi dagur minnti svolítið á 17.júní-hátíðahöld á Íslandi.
Í morgun kom Vibekke og bauð Sigrúnu Erlu að koma með sér og pabbanum í bíó að sjá Herbie.
Atli var svo sár, því hann langaði líka í bíó. Hann hjólaði til 2ja stráka úr bekknum, en þeir voru báðir að fara í bíó (hvað er þetta með bíó á sunnudögum? fara bara allir?). Sveinn fór því með Atla að sjá Madagaskar og auðvitað vildi Íris Adda fara með. Spennandi að vita hvernig það gengur! Þetta er í fyrsta sinn sem hún fer í bíó!