Eintómt partýstand...
Miðvikudagskvöldið fór ég í ,,saumaklúbb" með íslenskumælandi stelpukonum. Allar eru íslenskar, nema Wenke sem hefur búið á Íslandi í 2 ár og á íslenskan mann. Það var mjög gaman og ég hlakka til að mæta á næsta fund :)
Fimmtudagskvöldið fórum við Sigrún Erla á föndurkvöld til ömmu. Þar gerðum við handavinnu!, bökuðum pizzur og drukkum nýtínt te frá Azoreyjum. Voða kósí og gaman. Næsti fundur þar er eftir 3 vikur.
Í kvöld höldum við upp á að Sveinn kom heim kl. 15:30 (búinn að vinna soldið mikið undanfarið) og að ég er ekki að fara neitt. Sveinn eldaði jólamat, hamborgarhrygg með sykruðum kartöflum og rósavíni og Sigrún Erla bauð Vibekke vinkonu sinni að horfa á DVD-mynd sem þær leigðu. Nú ætla ég að horfa á myndina með þeim!
Ha det!