fimmtudagur, október 27, 2005

Köben og tröppur

Strax eftir vinnu og skóla á morgun förum við Sigrún Erla út á flugvöll og tökum fjögur vélina til Köben, að heimsækja Kristján og Stellu. Við erum löngu búnar að pakka...reyndar ekki okkar fötum, heldur öðrum allt of litlum :)
Þegar við komum heim á sunnudagskvöldið komumst við að öllum líkindum ekki upp í herbergin okkar því Sveinn verður búinn að rífa tröppurnar niður! Af hverju?... Af því að á mánudagsmorgun kl. 7:30 koma tröppukarlarnir með nýjar tröppur! Við verðum því að sofa í stofunni ásamt hinum í fjölskyldunni aðfaranótt mánudags. Spennandi!

föstudagur, október 07, 2005

Minkur

Ég hélt að haustið væri komið, en í dag var sannkallað sumarveður. Ég fór með Atla og Írisi niður að vatni að gefa öndunum. Allt í einu þustu allar endurnar í burtu og við stóðum eftir með gamla brauðið. Þá sá ég mink syndandi í vatnskantinum!...rétt við tærnar á mér. Við muldum bara restina af brauðinu í grasið handa smáfuglunum og gengum okkar leið.

mánudagur, október 03, 2005

Skýrara klukk

Úff...ég var klukkuð aftur! En í þetta sinn eru þó allavega leikreglurnar skýrar. Það versta er að ég á svo margar safnplötur sem ég má ekki telja upp. En hér koma 5 af mínum uppáhalds, ekki safnplötum:
1. Live á Dubliner, Papar
2. Fairytales, Secret Garden
3. Bergmál hins liðna, Vilhjálmur & Ellý Vilhjálms
4. Celebration, Roger Whittaker
5. Here we go then, you and I, Morten Abel

Nú klukka ég Bergþóru! KLUKK!

laugardagur, október 01, 2005

Eins gott að við horfðum á myndina í gær, því í dag braut Íris Adda diskinn! :(