Heyrðu!...Jólin eru löngu búin og tréð fýkur um úti í garði.
Héðan er allt ágætt að frétta. Við förum til Íslands um páskana og til Mallorca í júní að hitta Írisi og Gumma og krakkana. Það verður ekkert smá gaman!
Atli er búinn að missa tönn og kann að lesa og Sigrún Erla er farin að læra á píanó. Hún fór í annan tímann sinn í dag og á að æfa Gamla Nóa með báðum höndum og syngja með fullum hálsi fyrir næsta tíma. Þá þarf heilinn að einbeita sér að þremur hlutum í einu! ,,Við byrjum á öllu þessu erfiða strax" sagði kennarinn, ,,þá verður framhaldið leikur einn".
Stella klukkaði mig, svo hér koma fjögur atriði um mig:
Fjórar vinnur gegnum tíðina:
Kjarnasteypari í málmsmiðju
Verslunarstjóri í Þingholtum
Sjoppukona í Regnboganum
Verkefnisstjóri Hagmála hjá OR
Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
Emil í Kattholti
Elling
Stella í orlofi
Grease
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Breiðholt
Kópavogur
108 Reykjavík
Sandnes- Noregi
Fjórir sjónvarpsþættir sem ég fíla:
Frustrerte fruer
Kongen av Queens
Beðmál í borginni
en..to..oppussing
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
California
Feneyjar
Peking
Júgóslavia
Fernt matarkyns í uppáhaldi:
Chilli con carne
Lasagne
Grænmetissúpa
Súkkulaði
Fjögur klukk:
Anna Guðrún
Ingunn
IngaMaja
Guðmann Bragi
Íris Adda er að fara í fyrsta sinn í heimsókn til tannlæknisins á morgun. Ég pantaði sko ekki tíma, heldur fékk hún bara boðsbréf í pósti með broskalli! Við erum báðar voða spenntar.
Þar sem ég vinn bara hálfan daginn, finnst mér ekki taka því að mæta í vinnu eftir tannlæknatímann. Við Íris ætlum frekar að vera heima og baka rúgbrauð og elda svo plokkfisk í kvöldmatinn! Hljómar það ekki vel?