Jæja, þá erum við komin tilbaka frá skemmtilegri íslandsferð!
Sveinn er búinn að vera mjög duglegur í dag að gera nýja herbergið hennar Sigrúnar Erlu klárt. Hann sparslar og málar og kíttar og ég veit ekki hvað. Atli fór í keilu með vinum sínum, en við stelpurnar erum frekar rólegar.
Dagbók Bellu og Svenna
Dagbók og myndir frá Sandnes í Noregi
sunnudagur, apríl 23, 2006
föstudagur, apríl 07, 2006
Jibbí! páskafrí!
Ég fór í foreldraviðtal á miðvikudaginn, að tala við kennarann hans Atla. Hún hafði bara gott um hann að segja. Hann er bara góður í öllu strákurinn! Með þeim bestu í lestri, stærðfræði og keramik. Alltaf til í allt og góðhjartaður. Ótrúlega fljótur að "grípa" hlutina og ómögulegt að sjá og heyra annað en að hann hafi talað norsku alla ævi. Fyrir tveimur árum kunni hann ekki staf í norsku og við tölum bara íslensku heima! Kennarinn sagði að ég mætti vera stolt af honum...svo þá er ég það bara!
Það er allt annað að heyra í píanóinu!
Svo er bara að vona að SAS/Braathen fljúgi til Íslands á mánudaginn :)