sunnudagur, apríl 23, 2006

Jæja, þá erum við komin tilbaka frá skemmtilegri íslandsferð!
Sveinn er búinn að vera mjög duglegur í dag að gera nýja herbergið hennar Sigrúnar Erlu klárt. Hann sparslar og málar og kíttar og ég veit ekki hvað. Atli fór í keilu með vinum sínum, en við stelpurnar erum frekar rólegar.

föstudagur, apríl 07, 2006

Jibbí! páskafrí!
Ég fór í foreldraviðtal á miðvikudaginn, að tala við kennarann hans Atla. Hún hafði bara gott um hann að segja. Hann er bara góður í öllu strákurinn! Með þeim bestu í lestri, stærðfræði og keramik. Alltaf til í allt og góðhjartaður. Ótrúlega fljótur að "grípa" hlutina og ómögulegt að sjá og heyra annað en að hann hafi talað norsku alla ævi. Fyrir tveimur árum kunni hann ekki staf í norsku og við tölum bara íslensku heima! Kennarinn sagði að ég mætti vera stolt af honum...svo þá er ég það bara!
Það er allt annað að heyra í píanóinu!
Svo er bara að vona að SAS/Braathen fljúgi til Íslands á mánudaginn :)

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Ælupest

Þá erum við öll að safna kröftum eftir ælupest, nema Atli, hann slapp...ennþá.
Kl. 14 kemur maður að stilla píanóið. Það verður skemmtileg tilbreyting að heyra fallegan hljóm þegar Sigrún Erla spilar :)