Við erum búin að vera í garðinum í allan dag!
Atli og Íris settu garðúðarann undir trampólínið og hoppuðu svo í gosbrunninum, svaka stuð með tilheyrandi hrópum og skrækjum.
Sveinn dundaði sér við að mála húsið og ég reitti smá arfa úr beðum. Við tókum okkur svo langar og góðar pásur í hengirúminu og undir sólhlíf. Drukkum kaffi , átum köku og lásum slúðurblöð. Úr slúðrinu er helst að frétta að David Beckham notar nærbuxurnar bara einu sinni og hendir þeim svo. Ætli hann þvoi þær aldrei? Ég er nú vön að þvo búðarykið úr nærunum áður en ég nota þær. Ef David gerir það ekki, segir það mér að hann sé alltaf í óhreinum nærbuxum! Ojjj
Dagbók Bellu og Svenna
Dagbók og myndir frá Sandnes í Noregi
sunnudagur, júlí 02, 2006
laugardagur, júlí 01, 2006
Blak, rækjur, Kaupmannahöfn og maurar
Þessa dagana er blakkeppni í miðbæ Stavanger! Það er búið að sturta mörgum vörubílshlössum af hvítum sandi á plön og torg og gera að minnsta kosti 4 blakvelli.
Ég gekk um Stavanger í gærkvöldi með samstarfskonum mínum og upplifði stemninguna. Bærinn var fullur af fólki og öll útiveitingahús þétt setin. Þegar við gengum í sólskininu fram hjá allskyns sölutjöldum sem seldu grillmat svo matarlyktin lá í loftinu og fram hjá blakvöllunum þar sem stelpur í bikiníum voru að spila fannst mér ég vera í Brazilíu...ekki það að ég hafi komið þangað, eða viti hvernig tilfinning það er... bara sólin, sandurinn, fólkið, tónlistin, matarlyktin og bikiníin!
Eftir bæjarröltið gengum við heim til Eli og sátum á stóru svölunum hennar og átum rækjur að norskum sið. Það var ljómandi huggulegt! Við vorum reyndar komnar með flísteppi um axlirnar klukkan eitt eftir miðnætti, en þá var hitinn farinn niður í 18 gráður.
Sigrún Erla fer með ömmu sinni til Kaupmannahafnar á eftir. Þær ætla að vera í 5 daga að leika við Áslaugu Eddu og hjálpa foreldrum hennar að flytja.
Vitiði hver er munurinn á pissumaur og venjulegum maur?
Pissumaur er sætur á bragðið en hinir nánast bragðlausir!
(Ekki spurja hvernig Atli veit það)