miðvikudagur, september 27, 2006

Atli meiðir sig

Atli datt af steini í skólanum í dag! Lenti með hægri hendina beint á annan stein og meiddi sig mikið. Þegar hann var búinn að sitja dágóða stund með ís á hendinni og ekkert batnaði, hringdi kennarinn í mig og spurði hvort hann ætti að senda Atla heim.
Atli kom heim í fylgd fullorðins manns. Ég hafði séð hann áður, kannaðist við andlitið, en kom því ómögulega fyrir mig hver þetta væri. Maðurinn var mjög almennilegur. Hélt á töskunni fyrir Atla og sagðist sjálfur einu sinni hafa handleggsbrotnað og kannski væri skynsamlegt af okkur að láta lækni kíkja á þetta. Ég þakkaði honum fyrir og kvaddi og spurði svo Atla hvað maðurinn héti. ,,Hann heitir Pål!" Þá var þetta skólastjórinn!
Atli ætlaði ekki að vilja til læknis, en þegar ég lofaði honum verðlaunum kom hann með mér. Við biðum leeengi á læknabiðstofunni því við áttum ekki pantaðan tíma og þurftum að bíða þar til rétt fyrir lokun. Læknirinn var ekki viss um hvort Atli væri brotinn og vildi taka röntgenmynd til öryggis. Við Atli keyrðum því á sjúkrahúsið í Stavanger (þar sem hann fæddist á sínum tíma) og þar var tekin mynd. Og...hann er handleggsbrotinn! og er nú með gips.

Og annað!... Fyrir 6 dögum síðan fékk Atli gat í eyrað!

laugardagur, september 16, 2006

Sveinn keyrði af stað kl. 5 í morgun til Skien (nálægt Oslo) til að horfa á jeppakeppni. Gísli Gunnar er að keppa þar. Sveinn ætlar að keyra aftur heim í kvöld að lokinni keppni. Það er mikið lagt á sig fyrir eina keppni...
Íris Adda er kvefuð og illt í öðru eyranu. Ég fór með hana á læknavaktina áðan og var ráðlagt að gefa henni paracet við verkjunum. Þeir gefa helst ekki penicilin, því það er orðið vandamál í dag að bakteríur eru margar ónæmar fyrir því vegna ofnotkunar. Auk þess lagast eyrnaverkur í 80% tilfella af sjálfum sér innan 3 daga (sami tími og tekur penicilin að virka). Það er líka oft vírus sem orsakar eyrnaverkinn og þá virkar penicilin hvort eð er ekki. Þannig að Addan fær núna paracet og nefdropa, mikið vatn og frostpinna og er öll að koma til.
Sigrún Erla er að fara á unglingamót í skotfimi á eftir og gistir þar í nótt. Það verður örugglega mjög gaman hjá henni. Krakkarnir æfa sig og keppa í að hitta í mark með loftbyssu. Svo verður pizza í kvöld og kvöldvaka.
Ef Íris verður hress á eftir fer ég kannski með hana og Atla í bíó að sjá "bíla" fyrst Sveinn og Sigrún verða ekki heima.

sunnudagur, september 10, 2006

Osló um helgina

Við Sveinn fórum til Osló um helgina með vinnufélögum mínum. Fórum á dinner og show á Wallmans á föstudagskvöldið og 3 tíma báttúr um Oslófjörð og átum rækjur á laugardagskvöldið.
Við gerðum auðvitað margt fleira, eins og að sjá vaktaskiptin við höllina, ganga Carl Johan og Akerbryggju og skoða Vigelandsparken svo eitthvað sé nefnt.
Frábært veður og vellukkuð ferð í alla staði! (örfáar myndir í albúminu)