Öllu snúið við
Þetta byrjaði allt á því að okkur var boðið sófasett.
Við byrjuðum að hugsa um hvernig best væri að raða í stofunni og ákváðum að snúa öllu við. Borðstofan þar sem sjónvarpskrókurinn var og sófinn þar sem borðstofan var. Það er ein kommóða á sama stað og hún var, annars er allt breytt. Við ákváðum svo reyndar að taka ekki sófasettið, heldur var vinnufélagi Sveins sem fékk það, í skýjunum glaður. Áður fannst okkur við vera með of mikið af húsgögnum í stofunni, en nú gætum við, svei mér þá, bætt við okkur einum fallegum hægindastól með skemli.
Það er stór kostur við allar breytingarnar að hver einasti hlutur var tekinn og þrifinn og allar bækurnar teknar úr bókaskápnum og hann þrifinn.