laugardagur, janúar 27, 2007

Skjótt skipast veður í lofti

Ég tók að gamni nokkrar myndir af útsprungnum blómum í garðinum hjá mér 21. janúar! Mér fannst svo merkilegt að þau væru svona sprellifandi um miðjan vetur! Ekki var seinna vænna...um kvöldið byrjaði að snjóa og hinar myndirnar sýna börnin að leik í garðinum, daginn eftir!
Kíkiði endilega í albúmið.

föstudagur, janúar 19, 2007

Þá er ég byrjuð að æfa karate. Í búningnum sem ég keypti af Leifi bróður mínum fyrir 18 árum síðan. Flokkurinn minn er fyrir 12-112 ára og ég er sú eina sem er eldri en 16 ára :) Reyndar er ég líka eini kvennmaðurinn. Þetta er bara gaman! Reyndar líka pínu erfitt svona fyrst. Við áttum t.d. að gera 35 armbeygjur á tám og hnúum...ég gat 11 á hnjám og lófum. Armbeygjur hafa aldrei verið mín sterka hlið. En bíðiði bara... ég skal sko sýna litlu strákunum...

Íris Adda er svo góð; Hún sagði: ,,mamma þú ert fín og besta vinkona mín". ,,Verðurðu glöð þegar ég segi svona við þig? Já, sagði ég og brosti. Þá sagði hún:,, Ég verð glöð þegar þú verður glöð!"