Grasofnæmi og blóðprufa
Við Atli fórum til læknis í dag og hann tók blóðprufu úr okkur báðum.
Ég er búin að komast að því með heima-tilraunarstarfsemi að Atli er með ofnæmi fyrir frjókornum (að öllum líkindum grasi) og þar sem það er gífurlegur verðmunur á ofnæmislyfjum eftir því hvort maður er með "resept" eða ekki vildum við fá það skjalfest.
Talandi um gífurlegan verðmun... börn með resept borga kr. 0,- fyrir ofnæmislyf og fullorðnir með resept borga 5% af því sem lyfin myndu annars kosta.
Svo er bara að vona að blóðprufan sanni á okkur ofnæmið.
Atli fór í prufu fyrir 2 árum og þá kom ekkert fram.
En allavega... ég lýsti tilraunastarfseminni minni og einkennum Atla fyrir lækninum og hann sagði að það væru ekki bara líkur á að Atli væri með ofnæmi, heldur væri ég búin að sanna það. Það þarf bara að vera skjalfest með blóðprufuniðurstöðu fyrir lyfja/lækna-eftirlitið.