miðvikudagur, júlí 11, 2007

Atli er með frjóofnæmi

Jæja, þá er það staðfest. Atli er með ofnæmi fyrir grasi, túnfíflum, baldursbrá, burot, timotei og birki og þarf að taka ofnæmislyf frá april/mai og út ágúst.

mánudagur, júlí 09, 2007

Gestir í síðustu viku

Við fengum gesti í síðustu viku! Inga vinkona kom í heimsókn með fjölskylduna. Það var virkilega skemmtilegt að hafa þau og þó við reyndum að slappa bara sem mest af gátum við ekki sleppt því að fara í Kongeparken, Havanna Badeland, Fiðrildagarðinn, Sjötugsafmæli hjá drottningunni, McDonalds, verslunarleiðangur með yngstu pæjurnar, göngutúr um hverfið og útsýnisbíltúr.
Að ógleymdum þremur ferðum á flugvöllinn...
Takk fyrir samveruna og vonandi komust þið heilu og höldnu á áfangastað fyrir rest, Inga mín!