Lautarferð
Það er búið að rigna núna í ca. 2 vikur svo þegar loksins stytti upp í dag drifum við okkur í lautarferð. Grillaður kjúklingur, brauð, álegg, salat, brownie og djús í lautarferðabakpokann og tágakörfuna og keyrt út á Vaulen. Þar er tjaldstæði með grasi, bekkjum og leiktækjum við vog. Við höfum nokkrum sinnum farið þangað á heitum dögum til að synda í sjónum og liggja í sólbaði en í dag var ekki veður til þess. Þó það rigndi ekki, var skýjað og hálf kalt að sitja lengi. Þegar mávarnir voru orðnir of ágengir keyrðum við aftur heim.