Krabbar á Sokn
Við vorum að koma heim úr krabbaveislu í tjaldvagninum hjá Karin.
Karin sem vinnur með mér bauð okkur að koma í tjaldvagninn sinn sem hún hefur á Sokn að borða krabba eftir vinnu í dag. Sveini og krökkunum var smalað inn í bíl og keyrt undir sjóinn og á tjaldstæðið þar sem þau hjónin Karin og Ole Geir eru með tjaldvagn/sumarbústað. Þar sátum við úti og pilluðum kjötið úr klónum og átum með fransbrauði. Voða huggó. Föstudagsfílingur á miðvikudegi.