Ég var að koma af mjög skemmtilegum tónleikum með Queendom.
Hljómsveitin er skipuð fjórum norskum söngkonum af afrískum uppruna og fimm hljóðfæraleikurum. Tónlistin er mjög hress og grípandi og fólkið í salnum stóð upp í lokin og dansaði og söng með.
Þegar ég kom út að tónleikum loknum var haustinu lokið og vetur genginn í garð. Rigningin hafði breyst í snjókomu.
Sveinn fór með Írisi á klifuræfingu hjá íþróttaskólanum og tók þar nokkrar myndir sem má sjá í myndaalbúminu.
Hafið það gott!
Dagbók Bellu og Svenna
Dagbók og myndir frá Sandnes í Noregi
fimmtudagur, nóvember 20, 2008
mánudagur, nóvember 10, 2008
Kveðja til Önnu
Frúin er nýkomin heim úr SPA-helgarferð með vinnufélögum. Endurnýjuð og endurnærð. Voða notaleg helgi og góður matur.
Sveinn er búinn að taka herbergið hans Atla í gegn. Nú er það betur einangrað með nýjum gipsplötum á veggjum og lofti, nýmálað og nýtt parkett auk þess sem það stækkaði um ca. 3 fermetra (á kostnað gamalla skápa og búts af tilvonandi baðherbergi).
Annars bara... myrkur úti en við höfum það kósí inni :o)