fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Ég var að koma af mjög skemmtilegum tónleikum með Queendom.
Hljómsveitin er skipuð fjórum norskum söngkonum af afrískum uppruna og fimm hljóðfæraleikurum. Tónlistin er mjög hress og grípandi og fólkið í salnum stóð upp í lokin og dansaði og söng með.
Þegar ég kom út að tónleikum loknum var haustinu lokið og vetur genginn í garð. Rigningin hafði breyst í snjókomu.

Sveinn fór með Írisi á klifuræfingu hjá íþróttaskólanum og tók þar nokkrar myndir sem má sjá í myndaalbúminu.

Hafið það gott!

mánudagur, nóvember 10, 2008

Kveðja til Önnu

Frúin er nýkomin heim úr SPA-helgarferð með vinnufélögum. Endurnýjuð og endurnærð. Voða notaleg helgi og góður matur.
Sveinn er búinn að taka herbergið hans Atla í gegn. Nú er það betur einangrað með nýjum gipsplötum á veggjum og lofti, nýmálað og nýtt parkett auk þess sem það stækkaði um ca. 3 fermetra (á kostnað gamalla skápa og búts af tilvonandi baðherbergi).
Annars bara... myrkur úti en við höfum það kósí inni :o)