sunnudagur, janúar 11, 2009

Atli var á handboltamóti í dag og Sveinn fór með honum. Ég fór með Írisi Öddu í sunnudagaskólann.
Annars snýst allt um kjallarann hjá okkur núna. Við ætlum að moka öllu út og fá menn til að brjóta upp gólfið, dýpka kjallarann, setja möl undir og steypa nýja plötu og steypa undir útveggina. Já og drena 2 hliðar að utan.
Okkur langar að opna niður í kjallarann og nota hann sjálf og þá viljum við hafa allt í lagi.
Ég fékk A í prófinu sem ég tók 11. des í Årsregnskap og skatt!